Þrálátur orðrómur hefur verið lengi um yfirvofandi skilnað leikarahjónanna Tori Spelling og Dean McDermott. Vilja margir meina að nú sé orðrómurinn byggður á traustum grunni þar sem hvorugt þeirra bar giftingahring á fingri sér þegar sást til þeirra með allan barnahópinn í skemmtigarðinum Disneylandi fyrr í vikunni. Pagesix greinir frá.
Hjónin hafa opinberað að ýmis vandamál hafi verið í hjónabandinu í gegnum tíðina en þau hafa verið gift síðan árið 2006 og eiga fimm börn saman á aldursbilinu 4-14 ára. McDermott á eitt barn úr fyrra hjónabandi. Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að Spelling sé að undirbúa sig fyrir forsjármál barnanna og hefur bæði sést og heyrst til hennar eiga í magnþrungnum símtölum hvað það varðar. Eru hjónin sögð sofa í sitthvoru herberginu og hafa gert það síðan í byrjun sumars.
Fjölskyldan spókaði sig saman um skemmtigarðinn en Spelling virtist frekar þreytuleg þegar hún ýtti yngstu dótturinni á undan sér um allt í Mikka mús kerru. Þá hefur Spelling verið sú eina sem ákvað að taka þessa fjölskylduferð alla leið því hún var með spöng í hárinu með áföstum Mínu mús eyrum sem stóðu upp í loft. Fjölskyldufaðirinn virtist engar gleðilegar hliðar sýna miðað við myndirnar og bar hann sólgleraugu allan tímann.