Baldwin miður sín yfir voðaskotinu

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin er miður sín yfir slysinu sem varð við tökur á kvikmyndinni Rust í gær. Baldwin hleypti af skoti úr leikmunabyssu og skotið hæfði tökumanninn Halynu Hutchins og lést hún af sárum sínum.

Í færslu á Twitter segist Baldwin hafa verið í sambandi við eiginmann Hutchins og boðið fram aðstoð sína. Þetta er í fyrsta skipti sem Baldwin tjáir sig um voðaskotið. 

Baldwin gaf lögreglu skýrslu í gær og segir í færslu sinni að hann muni halda áfram að veita lögreglunni aðstoð við að skýra hvernig atvikið átti sér stað. 

Skot úr leikmunabyssunni hæfði einnig leikstjóra myndarinnar, Joel Souza, og var hann lagður inn á spítala í kjölfarið. Hann hefur nú verið útskrifaður. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar