Leikarinn Alec Baldwin er miður sín yfir slysinu sem varð við tökur á kvikmyndinni Rust í gær. Baldwin hleypti af skoti úr leikmunabyssu og skotið hæfði tökumanninn Halynu Hutchins og lést hún af sárum sínum.
Í færslu á Twitter segist Baldwin hafa verið í sambandi við eiginmann Hutchins og boðið fram aðstoð sína. Þetta er í fyrsta skipti sem Baldwin tjáir sig um voðaskotið.
Baldwin gaf lögreglu skýrslu í gær og segir í færslu sinni að hann muni halda áfram að veita lögreglunni aðstoð við að skýra hvernig atvikið átti sér stað.
Skot úr leikmunabyssunni hæfði einnig leikstjóra myndarinnar, Joel Souza, og var hann lagður inn á spítala í kjölfarið. Hann hefur nú verið útskrifaður.
1-
— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021
There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and
2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.
— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021