Fékk hlaðna byssu

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leikaranum Alec Baldwin var rétt byssa með byssukúlum, en ekki tómum skothylkjum, við tökur á kvikmyndinni Rust í gær. Indie Wire greinir frá og hefur eftir samtökum leikmunameistara á staðnum, IATSE Local 44.

Baldwin hleypti skoti af leikmunabyssu við tökur á kvikmyndinni og hæfði tvö, tökumanninn Haylinu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af sárum sínum. 

IATSE sendi félagsmönnum sínum tölvupóst í morgun þar sem greint var frá þessu. Þar var einnig greint frá því að leikmunameistari kvikmyndarinnar væri ekki meðlimur í Local 44 deildinni.

Myndi aðstoða við rannsóknina

Í tölvupósti lýsa samtökin atvikinu sem voðaskoti þar sem einu skoti hafi verið hleypt af fyrir mistök.

Lögregla rannsakar nú málið en Baldwin gaf skýrslu í gær og sagði í færslu á Twitter í dag að hann myndi áfram aðstoða við rannsókn málsins. Engin ákæra hefur verið gefin út. 

Atvik sem þessi eru sjaldgæf samkvæmt umfjöllun BBC. Fréttir af voðaskotinu hafa vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum og víða en strangar reglur eru um notkun skotvopna við tökur á kvikmyndum og þáttum. 

„Í nýlegri kvikmynd sem ég var í, þar sem ég notaði plast byssu, þurfti ég að skrifa undir þegar ég leysti hana út, og þegar ég skilaði henni á hverjum degi. Þess vegna kemur þetta atvik svo mikið á óvart,“ sagði ástralski leikarinn Rhys Muldoon. 

Hvað er leikmunabyssa?

Orðið leikmunabyssa hljómar saklaust. Hins vegar geta leikmunabyssur verið jafn hættulegar og raunverulegar byssur, líkt og voðaskot Baldwins hefur sýnt.

Í kvikmyndageiranum eru notuð svokölluð „tóm“ skothylki, eða blanks á ensku. Skothylkin virka mjög raunveruleg enda eru þau í raun venjuleg skothylki sem aðlöguð hafa verið að kvikmyndageiranum. 

Teikning/BBC

Vanalega er talað um byssukúlur eða skotfæri, þegar fjallað er um það sem byssur eru hlaðnar með. Skotfærin samanstanda vanalega af skothylki, sem geymir byssupúður; og byssukúlu eða skeyti, sem stendur fremst á skothylkinu. Aftan á hylkinu er hvellhetta, sem sprengir byssupúðrið þegar hleypt er af skotvopninu. Heitt gas myndast við sprenginguna, sem þrýstir þá hinni eiginlegu byssukúlu eða skeytinu út um hlaup byssunnar. 

Í „tómum“ skothylkjum er byssupúður í skothylkjunum, hins vegar er ekkert skeyti framan á. Þegar hleypt er af með tómu skothylki á því að koma hár hvellur og leiftur, en engin byssukúla eða skeyti.

Leifar af pappír utan um byssupúðrið, sem og agnir í hlaupi byssunnar geta hins vegar skotist út úr henni þegar hleypt er af „tómu“ skothylki, auk þess sem heita gasið sem myndast við sprenginguna getur brennt fólk, standi það of nálægt hlaupinu þegar skotið er. 

Leikmunabyssa getur átt við allt frá plastbyssum, óvirkum skotvopnum til raunverulegra skotvopna sem aðlöguð hafa verið að kvikmyndageiranum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir