Shönnu Moakler, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Travis Barker, gæti ekki verið meira sama um trúlofun Barkers og fyrrverandi raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian.
Moakler birti mynd á Instagram þar sem hún skrifaði að henni væri einfaldlega drullu sama. Barker bað Kardashian að giftast sér um liðna helgi og hefur trúlofunin vakið mikla athygli.
Moakler hefur verið ynnt eftir viðbrögðum á samfélagsmiðlum undanfarna daga og virðist þetta verið svar hennar.
Barker og Moakler voru gift frá 2004 til 2008.