Skotum hafði áður verið hleypt af á tökustaðnum

Frá tökustað myndarinnar í gær.
Frá tökustað myndarinnar í gær. AFP

Að minnsta kosti tvisvar áður hafði það gerst að skoti var óvart hleypt af, úr byssu, á tökustaðnum þar sem verið var að taka upp nýjustu mynd Alec Baldwin í Nýju-Mexíkó.

Atvikin áttu sér stað aðeins nokkrum dögum áður en skot úr byssu leikarans varð kvikmyndatökustjóranum að bana.

Þetta hefur dagblaðið Los Angeles Times eftir þremur starfsmönnum á tökustað. 

Starfsmennirnir, sem óska nafnleyndar af ótta við að fá ekki að starfa frekar í kvikmyndaiðnaðinum, voru á meðal nokkurra sem sagt höfðu upp störfum aðeins klukkustundum áður en skotinu var hleypt af á fimmtudag, sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.

Ógreidd vinna

Kvörtuðu þeir undan ógreiddri vinnu og óásættanlegri starfsaðstöðu við tökurnar.

Kvikmyndin nýja nefnist Rust og gerist á 19. öld. Fjallar hún um dráp fyrir slysni og afleiðingar þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir