James Tyler látinn

Gunther var stundum kallaðir sjöundi vinurinn, en hér sjást hin …
Gunther var stundum kallaðir sjöundi vinurinn, en hér sjást hin sex sem fóru með aðalhlutverk þáttanna. HO

Bandaríski leikarinn James Michael Tyler, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Gunther í þáttunum Friends, lést í morgun á heimili sínu í Los Angeles eftir baráttu sína við krabbamein.

Tyler var 59 ára gamall þegar hann lést en hann greindist með krabbamein árið 2018. Í kjölfarið deildi hann sögu sinni og hvatti fólk til að gangast undir blóðprufur fyrr á lífsleiðinni, og fylgjast með heilsunni. 

James Michael Tyler sem Gunther í Friends-þáttunum.
James Michael Tyler sem Gunther í Friends-þáttunum. Ljósmynd/IMDb

Flestir þekkja hann sem Gunther, samstarfsmann Rachel (leikin af Jennifer Aniston) á kaffihúsinu Central Perk, í þáttaröðinni Friends, sem framleidd var af NBC. Gunther kom fram í yfir 150 þáttum og var stundum þekktur sem „sjöundi vinurinn“. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar