Kvikmyndin Leynilögga sló fimmtán ára gamalt met um helgina en tekjurnar af þessari fyrstu helgi kvikmyndarinnar í kvikmyndahúsum námu 15.941.412 krónum. Sló kvikmyndin þar met Mýrarinnar.
Leynilögga, í leikstjórn Hannes Þórs Halldórssonar, var frumsýnd á miðvikudaginn síðasta. Á þeim fimm dögum hafa miðar verið seldir fyrir rúmar 23 milljónir.
Höfundar handritsins eru Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson, Hannes Þór Halldórsson og Egill Einarsson. Með aðalhlutverk í myndinni fara Auðunn Blöndal, Björn Hlynur Haraldsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson og Jón Gnarr.