Mætt aftur á skjáinn eftir fangelsisvistina

Lori Loughlin er snúin aftur á skjáinn.
Lori Loughlin er snúin aftur á skjáinn. AFP

Leikkonan Lori Loughlin hefur snúið sér aftur til leiklistarinnar eftir að hafa afplánað dóm. Loughlin fer nú með hlutverk í annarri þáttaröð af þáttunum When Hope Calls, framhaldsseríu af þáttunum When Calls The Heart. 

Þættirnir koma út hinn 18. desember næstkomandi en er þetta í fyrsta skipti sem leikkonan fer með hlutverk í þáttum eftir að hún losnaði úr fangelsi.

Loughlin var dæmd í tveggja mánaða fangelsi á síðasta ári eftir að hún játaði sekt sína í háskólasvindlsmálinu svokallaða. 

Játaði hún þar fyrir dómara að hafa, ásamt eiginmanni sínum Mossimo Giannulli, að hafa greitt háa upphæð til að koma dætrum sínum inn í háskóla. Giannulli sat inni í fimm mánuði og eru þau nú á skilorði.

Loughlin er hvað þekktust fyrir að fara farið með hlutverk í þáttunum Full House á árunum 1988 til 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar