Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, gefur út nýja bók á morgun. Bókin ber titilinn Rætur og er gefin út af Forlaginu. Í bókinni fjallar Ólafur um æsku sína og uppvöxt.
Í fréttatilkynningu segir að í bókinni sýni Ólafur á sér nýjar hliðar. Í Sögum handa Kára, sem kom út á síðasta ári, fjallaði Ólafur um frægt fólk í framandi löndum. Í þessari bók leitar hann upprunans og svarar fjölmörgum spurningum. Hvað mótaði brautir lífs hans, hverjir mótuðu strákinn að vestan og hvar er innri mann að finna.
Rætur kemur út á morgun auk þess sem hægt verður að streyma henni sem hljóðbók hjá Storytel.