Var að æfa sig þegar skotið hljóp úr byssunni

Alec Baldwin var að æfa sig fyrir senu, þar sem …
Alec Baldwin var að æfa sig fyrir senu, þar sem hann beindi skammbyssu beint að tökuvél. AFP

Leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig fyrir senu þar sem hann þurfti að beina skammbyssu að tökuvél þegar skot hljóp skyndilega úr byssunni. Byssan átti ekki að vera hlaðin og hafði tökuliðinu verið sagt það. Þetta kemur fram skýrsu sem var gefin út í gærkvöldi. New York Times greinir frá.

Skotið hæfði tökumanninn Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af sárum sínum. 

Souza lýsti því sem svo að hann hefði heyrt það „sem hljómaði eins og svipuhögg og síðan háan hvell“. Í vitnisburði sínum útskýrði leikstjórinn af hverju Baldwin hefði beint skammbyssu að Hutchins en ekki af hverju byssan var hlaðin. 

Souza sagði rannsóknarlögreglu að hann hefði talið að byssan væri örugg, henni hefði verið lýst sem „kaldri“. Hann sagði einnig að skotvopn væru venjulega skoðuð af þeim sem væri yfir skotvopnum í kvikmyndinni, Hönnuh Gutierrez-Reed, og svo af aðstoðarleikstjóranum Dave Halls, sem rétti svo leikurum skotvopnin. 

Óvissa um hvort skotvopn hafi verið yfirfarin

Á fimmtudaginn, þegar voðaskotið varð, fóru tökur fram í kirkju. Tökur höfðu staðið yfir um morguninn. Í hádeginu var leikurum og tökuliði skutlað á annan stað til að borða. Souza var ekki viss hvort skotvopnin hefðu verið yfirfarin eftir að tökur hófust aftur eftir hádegi. 

Baldwin var að æfa sig fyrir tökur á senu þar sem hann sat á kirkjubekknum, dró upp byssuna og beindi henni að tökuvélinni. Souza stóð fyrir aftan Hutchins til að skoða sjónarhornið. 

Hann sá Hutchins grípa um kviðinn og taka nokkur skref aftur á bak. Þá tók hann eftir blóði á öxl sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar