Billie Eilish komin með kærasta?

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP

Ungstirnið Billie Eilish er sögð eiga í ástarsambandi við leikarann Matthew Tyler Vorce. Mættu þau saman í afmælisveislu til söngkonunnar Doja Cat á dögunum og þykir það renna stoðum undir þrálátar sögusagnir um meint ástarsamband þeirra.

Afmælisbarnið Doja Cat ákvað að hafa búningaþema í afmælinu og mætti stjörnum prýddur gestalistinn hver í sinni múnderingu. Þau Eilish og Vorce höfðu gaman af þemanu og mættu í eins búningum, sem líktust einhvers konar krabbadýrum, í líkingu við humar. Samkvæmt frétt Page Six segja sjónarvottar þau ekki hafa vikið hvort frá öðru þetta kvöld og að þau hafi átt í kossaflensi í miðri veislunni.

Gestalistinn í afmælisveislu Doja Cat innihélt mörg heimsfræg nöfn. Til dæmis voru systurnar Malia og Sasha Obama, dætur Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á meðal gesta, rapparinn Tyga, ofurfyrirsætan Bella Hadid og söngkonan Teyana Tylor, svo einhverjir séu nefndir.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst við það frá því í sumar að greina frá þessu nýja stjörnupari en hvorki Eilish né Vorce hafa viðurkennt að ástarævintýri eigi að sér stað á milli þeirra. Enda bæði þekkt fyrir að gefa ekki upp of mikið af upplýsingum um einkalífið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir