Hefur bara gert fimm góðar kvikmyndir

Kristen Stewart sér ekki eftir að hafa leikið í öllum …
Kristen Stewart sér ekki eftir að hafa leikið í öllum kvikmyndunum, þó henni finnist þær ekki hafa verið góðar. AFP

Leikkonan Kristen Stewart segir að þrátt fyrir að hún hafi leikið í tæplega fimmtíu kvikmyndum um ævina hafi aðeins fimm af þeim verið virkilega góðar. Stewart fer nú með hlutverk Díönu prinsessu af Wales í kvikmyndinni Spencer. 

Í viðtali við The Sunday Times um helgina sagði hún að Clouds of Sils Maria og Personal Shopper væru tvær af hennar bestu myndum, en báðar eru franskir sálfræðitryllar eftir leikstjórann Oliver Assayas. 

„Ég er örugglega búin að gera fimm góðar myndir, af hvað 45 til 50 myndum?“ sagði Stweart. Hún vildi þó ekki tilgreina fleiri myndir sem væru að hennar mati þær bestu. 

Stewart varð hvað frægust eftir að hafa leikið í Twiligt þríleiknum. 

Þrátt fyrir að geta ekki sagt að meirihluti myndanna væri góður sagðist leikkonan ekki sjá eftir að hafa farið með hlutverk í þeim. Reynslan hafi verið góð. 

„Ég hef bara séð eftir að hafa leikið í tveimur myndum og ekki út af lokaútkomunni, heldur af því upplifun mín af vinnunni var ekki góð. Það versta er þegar þú ert að gera eitthvað, og veist ekki bara að þetta verði léleg mynd, heldur að við erum öll að bíða eftir endanum,“ sagði Stewart.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar