Samson fyllir tvö ár í dag

Samson og Dorrit Moussaieff.
Samson og Dorrit Moussaieff. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hundurinn Samson, hundur Dorritar Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands, fyllir tvö ár í dag. Samson „litli“ er klónaður undan forsetahundinum Sámi sem var í eigu þeirra hjóna. 

Samson er hjónunum mjög kær, og þá sérstaklega Dorriti, en í nýlegu viðtali við mbl.is lýsti hún sem ástinni í lífi sínu. Dorrit fagnaði afmæli hans á Instagram í dag og birti myndband af því þegar þau hittust fyrst. 

Samson fæddist á tilraunastofu í Bandaríkjunum og var því orðinn nokkurra vikna þegar hann hitti eigendur sína fyrst. Samson hefur braggast vel, ferðast um víða veröld með Dorrit, en hún segir þó að þau kunni bæði best við sig á Íslandi. 

Samson er tveggja ára í dag.
Samson er tveggja ára í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Samson nokkurra daga gamall.
Samson nokkurra daga gamall. Ljósmynd/ÓRG
Samson þegar hann var fimm vikna gamall.
Samson þegar hann var fimm vikna gamall. Ljósmynd/Instagram
Dorrit og Samson þegar þau hittust fyrst.
Dorrit og Samson þegar þau hittust fyrst. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar