Ben Waters leikur hér á tónleikum

Ben Waters á tónleikum með Rolling Stones.
Ben Waters á tónleikum með Rolling Stones.

Kunnur bandarískur píanóleikari, Ben Waters, kemur fram á þrennum tónleikum hér á landi á næstu dögum, með íslenskum meðleikurum, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa starfað með meðlimum Rolling Stones, í hljómsveitum Ronnies Woods og Charlies Watts.

Ben kemur fram á þrennum tónleikum hér á landi á …
Ben kemur fram á þrennum tónleikum hér á landi á næstu dögum.

Waters kemur fyrst fram annað kvöld, fimmtudagskvöld, á Dillon og hefjast leikar kl. 21. Þá verða aðaltónleikarnir í Húsi Máls og menningar, Laugavegi 18, á föstudagskvöld kl. 20. Waters verður líka sérstakur gestur á Guitarama-tónleikum Björns Thoroddsens í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardag.

Ben Watts.
Ben Watts.

Ben Waters er mjög afkastamikill tónlistarmaður og ekki síst þekktur fyrir kraftmikinn boogie-woogie-píanóleik og söng. Eins og fyrr segir hefur hann átt í miklu samstarfi við meðlimi Rolling Stones. Hann leikur í hljómsveits Ronnies Woods, Wild Five, en sveitin hefur sent frá sér tvær plötur. Þá fór hann í margar tónleikaferðir með hljómsveit Charlies Watts, A,B,C & D of Boogie-Woogie. Um þessar mundir vinnur Ben Waters að verkefni með gítarhetjunni Jeff Beck. Þess má líka geta að hann er tíður gestur í hinum vinsæla tónlistarþætti Jools Hollands á BBC.

Hress hann Ben.
Hress hann Ben.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir