Játar að hafa selt Miller fíkniefnin

Mac Miller lést eftir að hafa tekið of stóran skammt …
Mac Miller lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. AFP

Stephen Walter, einn af þremur mönnum sem ákærðir voru fyrir andlát rapparans Mac Millers, hefur játað að hafa selt honum fentanyl töflur. Miller lést árið 2018 í kjölfar þess að hann tók of stóran skammt af fíkniefnum. 

Walter var ákærður í tveimur ákæruliðum, fyrir að hafa selt fentanyl töflur og fyrir samsæri um að dreifa fíkniefnum. Seinni ákæran var felld niður þegar hann samþykkti að játa sekt fyrir að hafa selja fentanyl töflurnar. 

Walter var handtekinn í október 2019 ásamt tveimur öðrum, Cameron Pettit og Cameron James Pettit, fyrir að hafa skipulagt að selja Miller fíkniefnin. 

Ákæruvaldið segir þríeykið hafa látið Miller í té oxycodone töflur blandaðar fentanyl þremur dögum áður en rapparinn fannst látinn. Þeir seldu honum einnig kókaín og Xanax samkvæmt ákæruvaldinu. Ópíóðalyfið fent­anyl er fimm­tíu sinn­um sterk­ara en oxycondo­ne og meðal ann­ars gefið krabba­meins­veik­um. 

Ákæruvaldið fer fram á 17 ára fangelsisdóm yfir Walter, en refsiramminn er yfir 20 ár. Þar að auki verður hann sektaður um eina milljón bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup