Mun ekki sinna störfum ein hér eftir

Konungsfjölskyldan mun hér eftir tryggja að Elísabet II Bretlandsdrottning sinni …
Konungsfjölskyldan mun hér eftir tryggja að Elísabet II Bretlandsdrottning sinni ekki neinum störfum einsömul. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning mun hér eftir ekki sinna störfum á vegum krúnunnar einsömul. Drottningin dvaldi eina nótt á sjúkrahúsi í síðustu viku samkvæmt ráðleggingum lækna sinna. 

Það er The Telegraph sem greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni að aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar muni hér eftir fylgja drottningunni á alla viðburði. Þá verða öll störf skipulögð þannig að aðrir meðlimir geti hlaupið í skarðið ef ske kynni að hin 95 ára drottning þyrfti að hvíla sig. 

Breska konungshöllin hefur lítið gefið upp um heilsu drottningarinnar undanfarnar vikur. Hún sneri aftur til starfa á föstudag og hefur unnið smávægilega vinnu heima í Windsor-kastala. Hennar hátign mætti ekki til guðsþjónustu á sunnudag, en hún fer reglulega í kirkju á sunnudögum. 

Drottningin sinnir störfum sínum í gegnum fjarfundabúnað núna, þar sem …
Drottningin sinnir störfum sínum í gegnum fjarfundabúnað núna, þar sem hún dvelur heima í Windsor kastala á meðan gestir hennar koma í Buckingham höll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir