Þakkar vökulum augum áhorfenda

Shirley Ballas fór til læknis eftir að áhorfandi Strictly Come …
Shirley Ballas fór til læknis eftir að áhorfandi Strictly Come Dancing lét hana vita af hnút í handakrika hennar. Skjáskot/Instagram

Strictly Come Dancing dómarinn Shirley Ballas þakkar áhorfendum þáttarins kærlega fyrir að hafa látið hana vita af hnút sem þeir komu auga á í handakrika hennar. Ballas hefur farið til læknis og í ljós hefur komið gríðarlegt hormónaójafnvægi hjá henni. 

Ballas greinir frá því að fjöldi áhorfenda þáttarins hafi haft samband við hana og fundist þeir hafa séð hnút í handakrika hennar. Eftir ábendingarnar fór hún til læknis sem setti hana í rannsóknir og í ljós kom hormónaójafnvægi. Hún mun fara í fleiri rannsóknir. 

„Læknirinn minn hafði svolitlar áhyggjur af þessu,“ skrifaði Ballas í færslu á Instagram. 

Ballas hefur talað opinskátt um heilsu sína undanfarin ár, en vegna fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein ákvað hún að láta fjarlægja brjóstapúða úr brjóstum sínum árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar