Tveir starfsmenn á setti kvikmyndarinnar Rust höfðu handfjatlað byssuna sem leikarinn Alec Baldwin skaut úr, með þeim afleiðingum að kvikmyndatökukona lést í síðustu viku, áður en Baldwin skaut úr henni.
„Öll þrjú [Baldwin, aðstoðarleikstjóri og vopnavörður] hafa verið samstarfsfús og hafa gefið sínar yfirlýsingar,“ sagði lögreglustjórinn Adam Mendoza í samtali við blaðamenn síðdegis í dag.
Mary Carmak-Altiwes saksónari sagði þá að enn sé unnið að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður vegna þess.
„Ef staðreyndir og sönnunargögn og lögin gefa tilefni til ákæru munum við ákæra,“ sagði Carmak-Altiwes.
„Sem stendur eru allar dyr opnar í þessu máli. Ég tek ekki skyndiákvarðanir og flýti mér ekki að draga ályktanir.“
Lögmenn á vegum Rust munu framkvæma sína eigin rannsókn á atvikinu, að því er lögmannsstofan Jenner & Block hefur staðfest við BBC.