Varð ekki vellauðugur af Squid Game

Hwang Dong-hyuk varð ekki vellauðugur af Squid Game.
Hwang Dong-hyuk varð ekki vellauðugur af Squid Game. AFP

Hwang Dong-hyuk, höfundur þáttanna vinsælu Squid Game, segist ekki hafa hagnast gríðarlega á velgengni þáttanna á Netflix. Hann hafi fengið ágæt laun og geti séð fyrir fjölskyldu sinni en hann sé ekki milljarðamæringur. 

„Það er ekki eins og Netflix sé að borga mér bónusa. Þau borguðu mér samkvæmt samningnum,“ sagði hinn fimmtíu ára gamli höfundur í viðtali við The Guardian. Þættirnir slógu heldur betur í gegn á streymisveitunni og slógu öll áhorfsmet. 

„En ég á nóg. Ég á nóg til að setja mat á borðið,“ sagði Hwang.

Þá hafa þættirnir valdið því að fleiri keyptu sér aðgang að streymisveitunni, þá sérstaklega notendur í Asíu. Business Insider hefur metið það svo að þættirnir gætu skilað allt að 900 milljónum bandaríkjadala í hagnað til streymisveitunnar. 

Hwang segir þættina hafa tekið mikið á sig. „Ég var búinn á því, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Ég var alltaf að fá nýjar hugmyndir og endurskrifa þættina á meðan tökur stóðu yfir, svo vinnan margfaldaðist,“ sagði Hwang.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar