Draumur unnusta Britney að rætast

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. mbl.is/AFP

Sam Asghari, betur þekktur sem unnusti poppdívunnar Britney Spears, hefur nú landað sínu fyrsta alvöru kvikmyndahlutverki. Samkvæmt frétt frá New York Post mun hann fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd sem nefnist Hot Seat og verður leikstýrt af leikstjóranum James Cullen Bressack.

Tilkynnt hefur verið að stórleikarinn Mel Gibson fari einnig með eitt aðalhlutverka í myndinni.

Þrátt fyrir að Asghari sé þekktastur fyrir að eiga í ástarsambandi við Spears þá á hann lítinn feril að baki sem sem leikari. Lék hann til að mynda í lögregluþáttunum NCIS á sínum tíma og var á samningi um nokkurt skeið hjá framleiðendum CBS og HBO sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Asghari einnig komið fram í fjöldanum öllum af tónlistarmyndböndum í gegnum tíðina.

„Mitt helsta markmið er að verða fyrsti Mið-Austurlanda maðurinn sem leikur ofurhetju,“ sagði Sam Asghari í viðtali við fréttamiðilinn Variety í maí á þessu ári.  „Marvel eða hver sem er ætti að hringja í mig.“

Í sama viðtali sagði Asghari að draumur hans væri að vera valinn í stór hlutverk kvikmynda eða sjónvarpsþáttaraða hjá Netflix eða öðrum álíka efnisveitum þar sem hann eigi möguleika á því að eignast aðdáendur. 

Draumur Asgharis er því kannski í þann mund að fara að rætast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar