Íslensku stjörnurnar keppa við þau bestu

Björgvin Karl, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja hefja …
Björgvin Karl, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja hefja keppni á morgun. Samsett mynd

Íslensku crossfitkeppendurnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hefja leik á Rouge boðsmótinu í Austin í Texas í Bandaríkjunum á morgun. 

Um er að ræða boðsmót á vegum íþróttavörufyrirtækisins Rouge og var aðeins bestu íþróttamönnum í heiminum boðið á mótið. Alls fengu 20 konur boð og 20 karlar. Einn tíundi af keppendum er því frá Íslandi.

Íslensku keppendurnir hafa náð gríðarlega góðum árangri í Crossfit undanfarin ár og einnig á heimsleikunum sem fóru fram í lok júlí. Þar vakti árangur Annie Mist heimsathygli en hún hreppti 3. sætið í kvennaflokki. Þá voru aðeins ellefu mánuðir liðnir síðan Annie fæddi dóttur sína í heiminn. 

Keppt verður í sjö greinum í bæði karla og kvennaflokki. Á föstudag fara tvær greinar fram, á laugardag þrjár og á lokadeginum eru tvær greinar undir. 

Fyrstu sex greinarnar hafa verið tilkynntar og hafa þær allar fengið nöfn. Á morgun eru Goruk og Bella Complex á dagskránni. Í Goruk þrautinni þurfa keppendur að toga hjólbörur, lyfta trjábol, klifra í kaðal, ganga með sandpoka og ýta hjólbörum. 

Í seinni þrautinni eru lyftingar á dagskrá. Þá þurfa keppendur að finna sína þyngstu lyftu í einni samsetningu af jafnhendingu, axlarpressu, hnébeygju og axlarpressu.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni á YouTube-rás Rouge Fitness. Á morgun hefst útsending klukkan 16:15.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen