Lögregla segir að enn geti komið til ákæru

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Enn getur komið til þess að ákærur verði gefnar út vegna dauða Halyna Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust. Þetta segja lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó.

BBC greinir frá.

Hollywood-leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins óvart með byssu sem hann kveðst hafa haldið að væri ekki hlaðin, eða í það minnsta örugg.

Lögregla segir að hægt sé að gera ýmsar aðfinnslur við öryggisráðstafanir á tökustað.

„Allir möguleikar eru á borðinu,“ hefur BBC eftir Mary Carmack-Altwies héraðssaksóknara. „Það er ekki búið að útiloka einn né neinn að svo stöddu,“ bætir hún við.

Lögregla hefur nú lagt hald á 600 muni er teljast til sönnunargagna enn sem komið er, þar af eru þrjú skotvopn og 500 byssukúlur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.