Ofurparið hætt saman

Zayn Malik og Gigi Hadid eru ekki lengur par.
Zayn Malik og Gigi Hadid eru ekki lengur par. mbl

Tónlistarmaðurinn Zayn Malik og fyrirsætan Gigi Hadid eru hætt saman. Parið er sagt hafa hætt saman eftir að Malik reifst við móður Hadid, Yolöndu Hadid. 

Það er People sem greinir frá þessu og hefur eftir heimilidarmönnum að parið sé ekki saman núna. Þau haldi þó áfram að sinna dóttur sinni, Khai, saman. Þá segir einn heimildarmaðurinn að móðir Hadid vilji vernda hana og vilji aðeins það besta fyrir dóttur sína og dótturdóttur. 

Í tilkynningu til People sagði talsmaður fyrirsætunnar að hún bæði um frið frá fjölmiðlum á þessum tíma og að hún væri aðeins að hugsa um það sem væri best fyrir dóttur sína. 

Hadid og Mailk eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári og varð hún eins árs núna í september. 

Malik, sem þekktastur er fyrir að hafa verið í hljómsveitinni One Direction, sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar virtist hann verjast fregna TMZ sem fluttar voru fyrr um daginn. TMZ greindi frá því að tengdamóðir hans, Yolanda, væri að skoða að höfða mál gegn honum fyrir að hafa lagt hendur á sig. 

Hadid og Malik hafa verið saman síðan 2015. Á þeim tíma hafa þau þó hætt saman og byrjað aftur saman á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar