Leikarinn Matthew Perry, sem fór með hlutverk Chandler Bing í þáttunum Friends, vinnur nú að útgáfu sjálfsævisögu um tíma sinn í Friends. Deadline greinir frá því að í bókinni muni Perry fjalla um fíknina sem hann hefur barist við í fjölda ára.
Útgáfufélagið Macmillan's Flatiron Books hefur tryggt sér réttinn að bókinni og hljóðar samningurinn við Perry upp á margar milljónir bandaríkjadala. Stefnt er að því að bókin komi út haustið 2022.
Í bókinni mun Perry segja lesendum frá því hvað gerðist bak við tjöldin á tökum við Friends og fjalla opinskátt glímu sína við fíkniefni.
Perry lék í Friends á árunum 1994 til 2004. Hann hefur einnig farið með hlutverk í þáttunum Studio 60 on the Sunset Strip, Mr Sunshine og The Odd Couple.
Megan Lynch, útgefandi Flatiron Books, mun ritstýra Perry. „Við þurfum húmor, við þurfum hreinsun, og við þurfum að koma okkur saman um eitthvað – og saga Matthews er einstök saga, sögð með hans óviðjafnanlegu rödd, er það sem við þurfum,“ sagði Lynch.