Í tilefni hrekkjavöku ákváðu margir að klæða sig upp þessa helgi og skellt sér í hrekkjavökupartý.
Áhrifavaldarnir létu að sjálfsögðu ekki hrekkjavökuna framhjá sér fara heldur gripu tækifærið og deildu með fylgjendum sínum nokkuð óhugnanlegum færslum.
Það má sjá að gríðalega mikill metnaður var lagður í útfærslur á hinum ýmslu hrekkjavökulúkkum en mbl.is ákvað að taka saman nokkrar færslur sem standa upp úr.
Sunneva Einars klæddi sig upp sem Jennifer úr hryllingsmyndinni Jennifer's body. Á síðari mynd í færslunni má sjá Megan Fox, sem leikur Jennifer í myndinni.
Kvikmyndaframleiðandinn Marvel Entertainment birti færslu með myndbandi frá Emblu Wigum, þar sem hún sýnir fylgjendum skemmtilegt Marvel hrekkjavökulúkk.
Ástrós Traustadóttir klæddi sig upp sem karakter úr The Matrix-myndunum.
View this post on Instagram