Óttast um heilsu ömmu sinnar

Harry prins hefur miklar áhyggjur af ömmu sinni.
Harry prins hefur miklar áhyggjur af ömmu sinni. AFP

Harry prins er sagður í öngum sínum yfir fréttum um heilsuleysi ömmu sinnar, Elísabetar drottningar. 

„Honum fannst hann hjálparvana, staddur svona langt í burtu frá henni,“ segir heimildarmaður US Weekly. Harry er sagður hringja stöðugt til þess að athuga með líðan hennar.

Hann er sagður finna til mikillar sektarkenndar yfir því að hafa ekki getað kvatt afa sinn í eigin persónu áður en hann lést í apríl síðastliðnum.

„Hann myndi aldrei fyrirgefa sér ef slíkt hið sama gerðist með ömmu hans.“ 

Harry er sagður stefna á að heimsækja drottninguna um jólin ásamt Meghan og börnunum en drottningin hefur aldrei hitt yngsta barn Harrys og Meghan, Lilibet. 

Mikið hefur verið rætt um heilsu drottningar undanfarið en læknar ráðlögðu henni að hvílast meira og draga úr skyldustörfum. Drottningin er 95 ára.

„Drottningin er nú fyrst að horfast í augu við þá staðreynd að hún verður ekki alltaf til staðar og verður að hægja á sér. Hún mun fela Karli prins og Vilhjálmi prins meiri ábyrgð og undirbúa þá fyrir að þurfa að taka við krúnunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar