Alls hafa nú 25 þúsund gestir séð kvikmyndina Leynilögga á aðeins þrettán dögum. Kvikmyndin hefur fengið góðar viðtökur frá fólki á öllum aldri.
Fyrir helgi var greint frá því að Leynilögga hefði verið seld til Evrópu og Asíu. Myndin verður frumsýningarmyndin á Norrænum dögum á Kvikmyndahátíðinni í Lubbeck í Þýskalandi 3. nóvember.