Annie krækti í silfur í Texas

Annie Mist Þórisdóttir lenti í 2. sæti á Rogue-boðsmótinu 2021.
Annie Mist Þórisdóttir lenti í 2. sæti á Rogue-boðsmótinu 2021. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir lenti í öðru sæti á Rogue-boðsmótinu sem haldið var í Texas í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson lenti í fjórða sæti í karlaflokki á mótinu eftir frábæra frammistöðu á lokadegi mótsins. 

Mótið fór fram í Texas og var á vegum íþróttavöruframleiðandans Rogue. Ekki var hægt að vinna sér inn keppnisrétt á mótinu, heldur var 40 bestu íþróttamanneskjum heims boðið. Alls kepptu fjórir Íslendingar á því, Annie, Björgvin og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Í kvennaflokki vann ástralska íþróttakonan Tia-Clair Toomey og í karlaflokki vann hinn bandaríski Justin Medeiros. Þau unnu einnig heimsleikana í crossfit sem fóru fram í lok júlí síðastliðins. Þá fór Annie Mist heim með bronsið.

Að þessu sinni hélt Annie í skottið á Toomey allt fram á lokadag og fyrir lokadaginn var Annie í 1. sæti. Toomy sigraði hins vegar báðar greinarnar sem keppt var í á lokadeginum og hreppti gullið. 

Katrín Tanja endaði í 15. sæti og Þuríður í 17. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup