Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust áfram í fyrstu undankeppni Skrekks sem fór fram í kvöld.
Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík sem haldin er árlega á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Keppnin fer þannig fram að undankeppninni er skipt í þrjú holl þar sem tveir skólar komast áfram í hvert skipti.
Í kvöld kepptu Laugalækjaskóli, Norðlingaskóli, Langholtsskóli, Fellaskóli, Ölduselsskóli. Landakotsskóli og Réttarholtsskóli.
Atriðin sem komust áfram voru atriði Fellaskóla sem fjallaði um Covid-19, og atriði Laugalækjarsjóla sem fjallaði um átraskanir og fegurðarstaðla samfélagsins.