Madonna endurskapar dánarbeð Monroe

Madonna er hér í gervi Monroe.
Madonna er hér í gervi Monroe. Skjáskot/Instagram

Poppdrottningin Madonna hefur hlotið harkalega gagnrýni fyrir forsíðumyndir sem birtust af henni í Bandaríska tískutímaritinu V-Magazine á dögunum. 

Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og óviðeigandi. Tilgangur þeirra var að endurskapa þann vettvang þar sem andlát tískugoðsins Marilyn Monroe bar að árið 1962. Marilyn Monroe fannst látin í svefnherbergi á heimili sínu í Los Angeles. Eru dánarorsök hennar talin vera of stór skammtur af ávanabindandi lyfjum. 

Endursköpuðu aðstæður

Madonna og ljósmyndarinn Steven Klein endurgerðu dánarbeð Marilyn Monroe þar sem Madonna var höfð í gervi Monroe og sat fyrir á myndunum, innblásin af henni og lífinu sem hún lifði. Lyfjaglösin á náttborðinu og aðrir leikmunir settu frekar nákvæman svip á þau örlög sem Monroe hlaut. 

Samkvæmt frétt frá Page Six hafa fjölda margar reiðar raddir heyrst í kjölfar myndbirtinganna en tímaritið birti myndirnar á samfélagsmiðlum um liðna helgi. „Jökk! Gróft og óviðeigandi,“ er haft eftir einum gagnrýnanda. „Þetta er ekki flott. Það hlýtur að vera leiðinlegt að þurfa enn svona mikla athygli að þú ferð að upphefja sjálfsvíg. Þetta er svo gróft,“ sagði annar. 

Tískutímaritið V-Magazine gaf út yfirlýsingu vegna ónægjuradda þar sem hugmyndin á bakvið myndirnar var útskýrð. „Okkur langaði að fanga sambandið á milli ljósmyndara og myndefnis. Við vildum ekki endurgera myndirnar í nákvæmu samhengi heldur litum við meira á þær sem mikilvægan hlut hvað vináttu og listrænt ferli varðar. Með hvaða hætti list getur líkt eftir lífinu sjálfu og öfugt,“ kom fram í tilkynningunni.

View this post on Instagram

A post shared by V Magazine (@vmagazine)

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar