Bieber-hjónin hættu að talast við

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Samband hjónanna Justins og Hailey Bieber hefur ekki alltaf verið á dans á rósum. Frú Bieber segir að þau hafi hætt að talast við eftir að hún særði hann. Hjónin byrjuð fyrst saman þegar fyrirsætan var bara unglingur en hjónaband var alltaf inni í myndinni.

„Ég hef alltaf haft þessa ævintýralegu hugmynd um að eiga konu og börn, fjölskyldu. Það hefur bara alltaf heillað mig,“ sagði Bieber í hlaðvarpsþættinum In Good Faith with Chelsea & Judah Smith að því fram kemur á vef E!.

„Ég gerði svolítið sem særði hann mikið og ég held að hann hafi hætt að hugsa um það á einum tímapunkti,“ sagði frú Bieber um hugmyndina um hjónaband. Hún sagði ekki nákvæmlega hvað hún gerði en sagði það hafa verið heimskulegt og barnalegt. „Ég held að það hafi augljóslega verið ruglandi.“

Fyrir utan þetta atvik sagði frú Bieber aldrei hafa misst vonina um að þau myndu enda saman. Fyrr í hlaðvarpsþættinum viðurkenndi hún til dæmis að hafa ekki misst trúna á sambandinu við Justin Bieber þrátt fyrir efasemdaraddir annarra. Hún missti aldrei trú á því að sambandið gæti gengið vegna þau töluðu um að gifta sig og eignast börn á bak við luktar dyr. 

Bieber-hjónin byrjuðu fyrst saman árið 2014 og voru saman í um það bil tvö ár. Þau byrjuðu aftur saman árið 2018 og giftu sig í september sama ár eftir aðeins tveggja mánaða langa trúlofun. Stjörnuhjónin eru ekki gömul miðað við það að hafa verið gift í fjögur ár, Hailey Bieber verður 25 ára seinna í nóvember en Justin Bieber er 27 ára. 

Justin Bieber og Hailey Bieber gengu í hjónaband árið 2018.
Justin Bieber og Hailey Bieber gengu í hjónaband árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar