Brynjar má fara aftur á rafskútu

Brynjar Níelsson má fara aftur á rafskútu, en þó með …
Brynjar Níelsson má fara aftur á rafskútu, en þó með skilyrðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynjar Níelsson, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið grænt ljós á að fara aftur á rafskútu. Notkunin er þó háð nokkrum skilyrðum sem Brynjar virðist ekki vera parsáttur við ef marka má nýlega færslu hans á Facebook. 

Brynjar lenti í rafskútuslysi í september síðastliðinn. Þá kútveltist hann af skútunni á höfuðuð og hálfrotaðist. Hlaut hann djúpfjólublátt mar í andlitið í kjölfarið. „Soffía frænka“ setti hann í rafskútubann í kjölfarið en Brynjar hefur barist fyrir afléttingu.

„Soffía frænka er mjög treg í í taumi þegar kemur að afléttingum og hefur frekað viljað stöðva allan innflutning á rafskútum á landamærunum. Hún er mikill aðdáandi Þórólfs, enda bæði úr Eyjum. Soffía hefur samt samþykkt með semingi að falla frá algjöru rafskútubanni. Ég má þó ekki fara hraðar en 5 km á klukkustund og ekki lengra en 300 metra í hvert sinn. Verð jafnframt að hafa hjálm og hné- og olnbogahlífar. Soffía skilur greinilega ekki hvað er að vera töffari. Soffía hefur keypt ýmsan óþarfa í gegnum tíðina en með kaupum á áfengismæli, sem hún lætur mig blása í reglulega, sló hún öll fyrri met. Má ég þá frekar biðja um fótanuddtæki,“ skrifar Brynjar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar