Ungstirnin Chase Stokes og Madelyn Cline, sem þekktust eru fyrir hlutverk sín í þáttunum Outer Banks, eru hætt saman eftir rúmlega árs samband.
Stokes og Cline öðluðust mikla frægð eftir fyrstu seríuna eftir Netflix-þáttunum en í þáttunum leika þau einmitt kærustupar. Samband þeirra vakti því mikla athygli.
„Madelyn og Chase eru ekki lengur saman. Þau voru að reyna að vinna í sambandinu en hættu saman fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði heimildamaður People um málið.
Sögusagnir höfðu verið á kreiki þessa nokkra mánuði um að þau væru hætt saman og nú hefur það verið staðfest.
Á meðan sambandinu stóð fóru þau í mörg viðtöl saman og sögðu meðal annars að það væri æðislegt að fá að vinna með uppáhalds manneskjunni sinni.