Hætt saman eftir eins árs samband

Chase Stokes og Madelyn Cline eru hætt saman.
Chase Stokes og Madelyn Cline eru hætt saman.

Ungstirnin Chase Stokes og Madelyn Cline, sem þekktust eru fyrir hlutverk sín í þáttunum Outer Banks, eru hætt saman eftir rúmlega árs samband. 

Stokes og Cline öðluðust mikla frægð eftir fyrstu seríuna eftir Netflix-þáttunum en í þáttunum leika þau einmitt kærustupar. Samband þeirra vakti því mikla athygli. 

„Madelyn og Chase eru ekki lengur saman. Þau voru að reyna að vinna í sambandinu en hættu saman fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði heimildamaður People um málið. 

Sögusagnir höfðu verið á kreiki þessa nokkra mánuði um að þau væru hætt saman og nú hefur það verið staðfest. 

Á meðan sambandinu stóð fóru þau í mörg viðtöl saman og sögðu meðal annars að það væri æðislegt að fá að vinna með uppáhalds manneskjunni sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar