Höfundur Múmínálfanna lifnar við í Bíó paradís

Alma Pöysti túlkar Tove Jansson í Tove.
Alma Pöysti túlkar Tove Jansson í Tove.

Kvikmyndin Tove, sem byggir á ævi rithöfundarinar Tove Jansson, verður frumsýnd hinn 5. nóvember í Bíó paradís. Kvikmyndin kom út á síðasta ári en er nú loksins komin út á Íslandi. 

Jansson ættu flest að þekkja, eða í það minnsta Múmínálfana hennar, en hún er einmitt skapari þeirra. Jansson var fædd hinn 9. ágúst árið 1914 í Helsinki í Finnlandi og lést 27. júní árið 2001. Eftir hana liggur fjöldinn allur af múmín bókum og hafa bækur hennar sem og varningur tengdur múmínálfunum notið mikilla vinsælda um heim allan. 

Tove Jansson.
Tove Jansson.

Kvikmyndin hefst eftir seinna stríð og fjallar um þegar hún byrjar að skrifa og teikna múmínálfana. Þá er einnig fjallað um tvo elskhuga hennar, Vivicu Bandler og Atos Witanen.

Það er leikkonan Alma Pöysti sem túlkar Jansson í kvikmyndinni en með hlutverk fara einnig Krista Kosonen, Shanti Roney, Joanna Haartti og Eeva Putro. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar