GDRN með veiruna

Tónlistarkonan Guðrún Ýr er með kórónuveiruna.
Tónlistarkonan Guðrún Ýr er með kórónuveiruna. mbl.is/Hari

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, hefur greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum getur hún ekki komið fram stafrænu tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram um helgina. 

Guðrún greinir frá þessu á Instagram í dag. „Því miður mun ég ekki spila á Iceland Airwaves næsta laugardag þar sem ég greindist með kórónuveiruna. Mér þykir ofboðslega sárt að geta ekki verið með því ég hef verið svo spennt að fá að spila aftur fyrir ykkur, en ég vona að ég fái að sjá ykkur á næsta ári,“ skrifar Guðrún í færslu sinni. 

Iceland Airwaves í sinni venjulegu mynd hafði verið frestað þangað til á næsta ári. Í stað þess fer fram stafræn tónlistarhátíð, Live From Reykjavík, en á þeirri hátíð verða bæði bein streymi á netinu og tónleikar í raunheimum í miðborg Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar