Shannon Lee, systir Brandons Lee, sem var skotinn til bana við tökur á kvikmyndinni „The Crow“ árið 1993, vill banna notkun alvöruskotvopna í kvikmyndaiðnaðinum.
Lee, sem er dóttir leikarans og meistarans í bardagalistum Bruce Lee, segist aldrei hafa talað við leikarann sáluga Michael Massee, sem skaut úr byssunni sem varð bróður hennar að bana, aðeins 28 ára.