Unnusta Stewart fór á skeljarnar

Leikkonan Kristen Stewart er trúlofuð og ætlar að gifta sig.
Leikkonan Kristen Stewart er trúlofuð og ætlar að gifta sig. AFP

Leikkonan Kristen Stewart er trúlofuð kærustu sinni til tveggja ára, handritshöfundinum Dylan Meyer. Stewart greindi frá því að Meyer hefði verið sú sem fór á skeljarnar í útvarpsþætti Howard Stern að því fram kemur á vef People. 

„Við erum að fara gifta okkur, við ætlum að gera það,“ sagði Stewart sem vildi láta biðja sín. „Það var mjög sætt, hún stóð sig mjög vel.“ Bónorð eru enn kynbundin á skrítinn hátt sagði Stewart. Í sambandi tveggja kvenna er það því ekki augljóst hver á að taka af skarið. Leikkonan fékk hins vegar draum sinn uppfylltan þegar kærastan bað hennar. 

Stewart og Meyer sáust fyrst kyssast í New York sumarið 2019. Þær kynnstust fyrst á tökustað fyrir sjö árum. Það er nóg að gera hjá hinni nýtrúlofuðu Stewart þar sem hún er á fullu að kynna myndina Spencer þar sem hún fer með hlutverk Díönu prinsessu. 

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar