Afbrýðisemi eftir níu ára opið samband

Dax Shepard og Kristen Bell.
Dax Shepard og Kristen Bell. AFP

Leikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell hafa verið gift í átta ár en þegar þau voru að kynnast var afbrýðisemi til staðar í sambandinu. Shepard og Bell opnuðu sig meðal annars um hjónabandið í spjallþætti Drew Barrymore á dögunum. 

„Konan mín er mjög örugg með sig. Það var mikil afbrýðisemi í upphafi sambandsins, það voru góðar ástæður fyrir því. Ég hafði verið í opnu sambandi í níu ár, ég var út úr heiminum stóran hluta lífs míns. Hún hafði margar ástæður til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Shepard þegar Barrymore spurði hvenær að Bell varð síðast afbrýðissöm. 

Þegar meiri alvara kom í sambandið og þau trúlofuðu sig hvarf öll afbrýðisemi. Shepard segir Bell ekki sýna afbrýðisemi sem honum finnst mjög heitt í fari maka. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtal Barrymore við hjónin í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar