Kaflaskil hjá Katrínu

Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að flytja aftur heim til Íslands.
Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að flytja aftur heim til Íslands. Skjáskot/Instagram

Crossfit-konan Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir að því að flytja aftur heim til Íslands á misserum eftir átta ára búsetu í Bandaríkjunum. Þar í landi hefur hún æft undir stjórn Bens Bergeron en nú hefur hún ákveðið að skipta um þjálfara. 

Katrín segir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún fer fögrum orðum um Bergeron. Hún segir hann og fjölskyldu hans hafa tekið sér opnum örmum þegar hún var aðeins tvítug og flutti til Bandaríkjanna. „Saman fórum við í þetta stórkostlega og magnaða ferðalag sem var fullt af áskorunum, tækifærum til að bæta sig, gleðistundum en einnig erfiðustu tímum lífs míns. En við fórum alltaf í gegnum þetta saman og höfum vaxið og þróast saman,“ skrifar Katrín um þjálfara sinn. 

„Það er kominn tími á að ég flytji aftur heim, þar sem hjarta mitt slær og ræturnar eru. Ég mun halda ferðalaginu mínu áfram heima á Íslandi,“ skrifaði Katrín.

Katrín lauk nýverið keppni á Rogue boðsmótinu í crossfit í Texas í Bandaríkjunum þar sem hún lenti í 15. sæti. Samkvæmt Morning Chalk Up mun Katrín nú æfa undir stjórn finnska þjálfarans Jami Tikkanen, en Tikkanen þjálfar einnig Annie Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og finnska crossfit-kappann Henrik Haapalainen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup