Athafnakonan Kim Kardashian og grínistinn PEte Davidson fóru á stefnumót í New York í gærkvöldi. Er þetta annað kvöldið í röð sem þetta ólíklega par fór á stefnumót. Heimildir Page Six herma að Kardashian og Davidson hafi farið á staðinn Zero Bond á Manhattan.
Kardashian og Davidson komu hvort í sínu lagi á staðinn en þau eru þó sögð hafa snætt kvöldverð saman. Mögulegt ástarsamband, eða vinasamband, milli þeirra tveggja þykir nokkuð standa í stúf. Kardashian er 41 árs, nýfráskilin fjögurra barna móðir en Davidson er 27 ára piparsveinn.
Þau kynntust við tökur á þáttunum Saturday Night Live, sem Davidson er í og Kardashian var gestastjórnandi í.
Þau sáust fyrst saman á föstudag í síðustu viku og sáust þau haldast í hendur í rússíbana í Buena Park í Kaliforníu. Þá fóru þau einnig á stefnumót á þriðjudag.