Óli Palli frestar Heima-Skaga

Heima-Skaga hefur verið frestað.
Heima-Skaga hefur verið frestað. Ljósmynd/Facebook

Skipuleggjendur hátíðarinnar Heima-Skagi hafa ákveðið að fresta hátíðinni fram á næsta ár. Hátíðin átti að fara fram á Akranesi nú um helgina. Alls greindust fimmtíu smit í sýnatöku á Akranesi í gær.

„Í ljósi aðstæðna dettur okkur ekki í hug að halda HEIMA-SKAGA hátíðina um helgina eins og stóð til. Okkur þykir það auðvitað hrikalega leiðinlegt þar sem allt var klárt og ekkert eftir nema bara segja: Nú má partíið byrja! Við viljum þakka húseigendum, tónlistarfólki, miðakaupendum, styrktaraðilum og öðrum sem hafa komið að undirbúning hátíðarinnar kærlega fyrir áhugann og velvilja í garð HEIMA-SKAGA. Við erum alls ekki hætt – sjáumst bara á HEIMA-SKAGA 2022 að ári, en hugsanlega og vonandi náum við að halda HEIMA-SKAGA Barnanna áður en árið er liðið. Það verður þá auglýst síðar,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook en hann skipuleggur hátíðina ásamt Hlédísi Sveinsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar