Leikarinn Sigurður Ingvarsson hefur landað hlutverki í fjórðu þáttaröð af Killing Eve sem kemur út á næsta ári. Sigurður fer einnig með hlutverk í kvikmynd Elfars Aðalsteinssonar Sumarljós og svo kemur nóttin sem kemur út árið 2022.
Umboðsskrifstofan Móðurskipið greinir frá þessu.
Killing Eve eru á meðal vinsælustu þátta vestanhafs um þessar mundir en með aðalhlutverk fara Sandra Oh og Jodie Comer. Þættirnir hafa hlotið fjölda verðlauna og bíða áhorfendur spenntir eftir fjórðu þáttaröðinni.
Sigurður leggur nú stund á leikaranám við Listaháskóla Íslands og útskrifast þaðan næsta vor. Foreldrar hans eru leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir og systir hans er Snæfríður Ingvarsdóttir.