Tónlistarhátíðinni Heima-Skaga, sem halda átti nú um helgina, var frestað til næsta árs vegna fjölda Covid-smita á Akranesi og fjölgun smita í samfélaginu almennt. Aðstandendur hátíðarinnar eru þó ekki af baki dottnir og í stað Heima-Skaga kemur Heima-streymi, en Blikksmiðja Guðmundar ehf., styrktaraðili hátíðarinnar og einn af þeim stöðum sem Heima-Skagi átti að fara fram á, býður öllum íbúum til tónleika heima í stofu á laugardagskvöld. Þar koma fram þau Andrea Gylfadóttir, Eðvarð Lárusson og Bjartmar Guðlaugsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og standa til um það bil kl. 22:00. Streymið frá þeim verður oipð á Youtube rásinni https://www.youtube.com/watch?v=cQHD1hcDibY.