Ný plata Abba fær blendnar viðtökur

Ný plata Abba hefur fengið blendnar viðtökur hjá gagnrýnendum.
Ný plata Abba hefur fengið blendnar viðtökur hjá gagnrýnendum. AFP

Gagnrýnendur stærstu fjölmiðla heims eru ekki sammála um hvort nýútkomin plata sænsku hljómsveitarinnar Abba sé meistaraverk eða ekki. Platan, sem ber titilinn Abba Voyage, kom út í dag. 

Gagnrýnandi The Guardian gefur henni aðeins tvær stjörnur af fimm og segir gagnrýnandi blaðsins nei takk við Abba. Þykir gagnrýnandanum platan mikil vonbrigði og lögin flest ekkert sérstök. 

Tónlistartímaritið Rolling Stone gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm og segir biðina eftir nýrri plötu frá sveitinni hafa verið þess virði. 

Platan er sú fyrsta sem Abba sendir frá sér í 40 ár. Þykir gagnrýnandanum verkið frábært og mjög svo í anda Abba. „Voyage endurspeglar vel hversu langt ferðalag þessara fjórmenninga hefur verið, bæði tónlistarlega og tilfinningalega. Það er engin vandræðaleg tilraun til þess að reyna að skapa nútímalega tónlist eins og krakkarnir í dag eru að gera. Í stað þess að eltast við tískuna halda þau sig við hinn klassíska tón sem þau fullkomnuðu fyrir öllum þessum árum, tóninn sem hefur veitt popptónlist mikið,“ skrifar Rob Sheffield hjá Rolling Stone.

Nýja platan, Abba Voyage.
Nýja platan, Abba Voyage. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar