Átta manns létust á tónleikum hjá Travis Scott

Rapparinn Travis Scott.
Rapparinn Travis Scott. AFP

Að minnsta kosti átta létust og enn fleiri meiddust þegar þeir tróðust undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í borginni Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum á föstudagskvöld, að sögn yfirvalda.

Hörmungarnar hófust um klukkan níu um kvöldið þegar hópur fólks tróð sér sífellt nær sviðinu sem Scott var á. Hann var í miðjum flutningi þegar atvikið átti sér stað.

„Það olli örvinglan og einhverjir meiddust strax, fólk féll í jörðina, missti meðvitund og það leiddi af sér mikla skelfingu,“ sagði slökkviliðsstjórinn í Houston, Samuel Pena, um málið. 

„Að minnsta kosti átta létust og nokkrir slösuðust,“ sagði hann á blaðamannafundi og bætti því við að ekki væri hægt að staðfesta dánarorsök strax.

„Við fluttum 17 manns á sjúkrahús, 11 af þeim voru í einhvers konar hjartastoppi.“

Hætti að rappa nokkrum sinnum vegna ástandsins

Um 50.000 manns voru á tónlistarhátíðinni.

Scott stöðvaði tónlistarflutninginn nokkrum sinnum þegar hann sá vanlíðan tónlistargestanna sem voru næst sviðinu. Lögreglan rannsakar nú málið en tónlistarhátíðinni hefur verið aflýst. Hún átti að halda áfram í dag en úr því verður ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir