Að minnsta kosti átta létust og enn fleiri meiddust þegar þeir tróðust undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í borginni Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum á föstudagskvöld, að sögn yfirvalda.
Hörmungarnar hófust um klukkan níu um kvöldið þegar hópur fólks tróð sér sífellt nær sviðinu sem Scott var á. Hann var í miðjum flutningi þegar atvikið átti sér stað.
„Það olli örvinglan og einhverjir meiddust strax, fólk féll í jörðina, missti meðvitund og það leiddi af sér mikla skelfingu,“ sagði slökkviliðsstjórinn í Houston, Samuel Pena, um málið.
this is crazy#AstroWorld #ASTROWORLDFest pic.twitter.com/l3rXokFbys
— 𝖘𝖍𝖆𝖆𝖓𝖊༒♱ (@officialshaane) November 6, 2021
„Að minnsta kosti átta létust og nokkrir slösuðust,“ sagði hann á blaðamannafundi og bætti því við að ekki væri hægt að staðfesta dánarorsök strax.
„Við fluttum 17 manns á sjúkrahús, 11 af þeim voru í einhvers konar hjartastoppi.“
Um 50.000 manns voru á tónlistarhátíðinni.
Scott stöðvaði tónlistarflutninginn nokkrum sinnum þegar hann sá vanlíðan tónlistargestanna sem voru næst sviðinu. Lögreglan rannsakar nú málið en tónlistarhátíðinni hefur verið aflýst. Hún átti að halda áfram í dag en úr því verður ekki.
Another video- #Disturbing video shows people #jumping on top of the police personal cars while they were trying to get #unconscious people out of the #crowd.#Houston #ASTROWORLDFest #TravisScott #AstroWorld #music #festival #Houston#KHOU11 pic.twitter.com/tubnfQIVPS
— Chaudhary Parvez (@ChaudharyParvez) November 6, 2021