Bandaríski rapparinn Travis Scott segist vera „miður sín“ yfir dauðsföllum á tónleikum hans á Astroworld tónlistarhátíðinni í gærkvöldi.
Hið minnsta átta létust og fleiri hundruð slösuðust þegar örtröð myndaðist við sviðið á tónleikunum í Houston, Texas í gærkvöldi.
Í yfirlýsingu á Twitter segir rapparinn vera miður sín. Hugur hans sé hjá fjölskyldum fórnarlambanna.
Scott þakkaði slökkviliði og lögreglu og hét því að styðja yfirvöld í rannsókn sinni.
— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021