Var í karakter í eitt og hálft ár

Lady Gaga.
Lady Gaga. AFP

Leik- og söngkonan Lady Gaga lifði sem persóna hennar Patrizia Reggiani í um eitt og hálft ár í kringum tökur á kvikmyndinn House of Gucci. Þá talaði hún með ítölskum hreim í níu mánuði. 

Gaga prýðir forsíðu breska Vogue um þessar mundir og ræðir þar ítarlega um myndina sem kemur í kvikmyndahús nú í nóvember. 

„Það eru þrjú ár síðan ég byrjaði að vinna í ítalska hreimnum. Og ég skal vera algjörlega hreinskilin: Ég var Reggiani í eitt og hálft ár. Og ég talaði með ítölskum hreim í níu mánuði. Líka þegar myndavélin var ekki á mér, ég fór aldrei úr karakter. Ég var með henni,“ sagði Gaga.

House of Gucci fjallar um morðið á ítalska tískuhönnuðinum Maurizio Gucci sem Adam Driver leikur. Gaga fer með hlutverk eiginkonu hans, sem skipulagði morðið. 

Gaga segist alltaf taka það mjög alvarlega þegar hún leikur í kvikmyndum, en hún fór meðal annars með aðalhlutverk í kvikmyndinni A Star Is Born sem kom út árið 2018. Eftir House of Gucci fannst henni erfitt að fara úr karakternum og tók það hana langan tíma. 

„Ég glímdi við andlega erfiðleika undir lokin. Ég var annaðhvort á hótelinu, þar sem ég var Reggiani, eða á tökustað þar sem ég var hún. Ég man ég fór út á Ítalíu einn daginn og setti á mig hatt til að fara í göngutúr. Ég var ekki búin að fara í göngutúr í um tvo mánuði og fékk kvíðakast. Ég hélt ég væri á tökustað,“ sagði Gaga.

Adam Driver og Lady Gaga við tökur á House of …
Adam Driver og Lady Gaga við tökur á House of Gucci. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup