Ástæða þess að aldrei var gerð Elf 2

Will Ferrell með álfum í Elf.
Will Ferrell með álfum í Elf.

Elf er ein vinsælasta jólamynd seinni ára og því kemur það mörgum á óvart að ekki sé búið að gera framhaldsmynd. Ástæða þess kann að vera sjálfur álfurinn.

Will Ferrell sem lék Buddy svo eftirminnilega segist hafa fengið svimandi háar upphæðir fyrir að endurtaka leikinn í annarri mynd um álfinn. Eða allt að 29 milljón dollara. Hann hafi þó ekki verið sáttur við handritið sem var sagt arfaslakt og gat Ferrell engan veginn fallist á að leika í myndinni.

„Ég hefði þurft að kynna myndina af hreinskilni,“ sagði leikarinn í viðtali. „Það hefði verið eitthvað á þessa leið: „Ó nei, þetta er ekki góð mynd. Ég bara gat ekki hafnað svona hárri upphæð.“ Ég spurði mig hvort ég gæti í raun og veru látið þetta út úr mér? Ég held að ég geti það ekki, þannig að ég get ekki leikið í myndinni.“

Fleiri sögur hafa verið á kreiki um ástæður þess að ekkert varð að framhaldsmyndinni. Mótleikari Ferrell í myndinni James Caan sagði eitt sinn að Ferrell líkaði illa við leikstjóra myndarinnar Jon Favreau. 

„Við ætluðum að gera þetta, og ég var bara almáttugur, loksins get ég grætt almennilegan pening og leyft börnunum að gera það sem þeim lystir í lífinu. Will vildi gera þetta en hann vildi ekki sama leikstjóra. Leikstjórinn var hins vegar með framhaldsmyndina í samningnum sínum. Þetta var bara einn af þessum hlutum,“ sagði Caan.

Will Ferrell og Ed Asner í myndinni Elf.
Will Ferrell og Ed Asner í myndinni Elf. AP
Jon Favreau leikstýrði jólamyndinni The Elf.
Jon Favreau leikstýrði jólamyndinni The Elf.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup