Hollywoodparið Jennifer Lopez og Ben Affleck gátu ekki slitið sig hvort frá öðru áður á miðjum flugvelli áður en Lopez steig um borð í einkaflugvél sína um liðna helgi. Daily Mail greindi frá.
Héldu þau þéttingsfast hvort um annað og kysstust linnulaust. Ástríðufullt samband þeirra hefur vakið heimsathygli, en þau endurvöktu ást sína fyrr á árinu eftir að Lopez skildi við þáverandi unnusta sinn, Alex Rodriguez.
Eins og flestum er orðið kunnugt áttu þau Affleck í ástarsambandi fyrir 17 árum. Trúlofuðu þau sig fljótlega eftir að þau opinberuðu sambandið og höfðu hug á að festa ráð sitt árið 2003. Því slógu þau á frest enda slitnaði upp úr sambandinu stuttu síðar, eða árið 2004.
Myndskeið náðist af atvikinu á flugvellinum þar sem má sjá þau í innilegum faðmlögum, hamingjusöm og hýr á brá. Þolinmæði flugmanna og flugvallarstarfsfólksins fyrir kossaflensi stjórstjarnanna var algjör og enginn virtist kippa sér neitt sérstaklega upp við það.
Myndband frá Hollywood Pipeline má sjá hér að neðan.