Högni og Sturla Atlas í B-landsliðsferð í tennis

B-landslið Íslands í karlaflokki; Högni Egilsson, Rafn Kumar Bonifacius og …
B-landslið Íslands í karlaflokki; Högni Egilsson, Rafn Kumar Bonifacius og Sigurbjartur Sturla Atlason, hér í Leifsstöð á leið til Napólí. Ljósmynd/Sigurbjartur Sturla Atlason

Þau eru væntanlega fá landsliðin betur skipuð en íslenska B-landsliðið í tennis, sem lagði land undir fót í gær og hélt til æfinga í Napólí á Ítalíu. 

Högni Egilsson, best þekktur fyrir listsköpun sína með hljómsveitinni Hjaltalín, og Sigurbjartur Sturla Atlason, sem fer með hlutverk Rómeós í uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, skipa liðið.

Rafn Kumar Bonifacius, fjórfaldur Íslandsmeistari, er svo þjálfari liðsins og lærimeistari Högna og Sigurbjarts, sem einnig er þekktur sem Sturla Atlas. 

Sigurbjartur greinir frá ferðalögum B-liðsins á facebooksíðu sinni og lofar þar Rafn þjálfara í hástert:

Hann er þekktur fyrir að ýta nemendum sínum fram á ystu brún þar sem þeir uppgötva nýjar hliðar leiksins, sveiflunnar og hugarfarsins - þar sem þeir þroskast sem leikmenn.

Liðsmenn verða í Napólí næstu vikuna eða svo og er lagt upp með stífar æfingar, eins og Sigurbjartur segir á Facebook. 

Liðið mun mæta verðugum mótherjum frá Ítalíu í æfingaleik, sem spila þá á heimavelli, sólsleiktir og blóðheitir, en íslenska liðið mætir til leiks frostbitið og einbeitt, eins og Sigurbjartur segir sjálfur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar